Frágangur á farmi...

... hefur ekki verið réttur í þessu tilfelli og kæmi mér ekki á óvart að þetta hafi verið fest með ströppum en almennt er svona bundið með keðjum og svo eru keðjustrekkjara settir á keðjurnar til að halda þeim stífum.

og það er þetta sem að ég er að tala um í færslu hér sem að ég skrifaði hér á bloggið undir almannaöryggi að menn eru því miður ekki að binda eftir reglugerðum því að allur vita að ef að þú ert t.d. í flutningum á ballestum fyrir krana, sem að eru töluvert þungar, þá þýðir ekkert að vera með strappa, þá geturðu allt eins límt þær niður með glæru límbandi.


 setjum t.d. að rörin hefðu verið gámur sem að var ekki festur niður og hann hefði farið af vagninum þá hefði ég ekki viljað vera við hlið hans því að þá væri ég annað hvort á sjúkrahúsi eða í líkhúsinu.

þetta er því miður en í dag allt of algengt að gerist. nú er bara að taka höndum samman og laga þetta.

Kv.
Valdimar G.Þ.


mbl.is Rör fellu af vörubíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Það er allt í lagi að festa svona rör með strekkjurum, en það þurfa að vera styttur sem halda að rörunum vegna þess að þær halda að rörunum.

Svo er þetta ómerkileg samlíking að tala um glært límband í samanburði við strekkjara og málstaðnum ekki til framdráttar.

Því miður er það samt of algengt að frágangur sé ekki nógu góður. En í allri gagnríni á bílstjórana á stóru bílunum má það koma fram að þetta er mikil álagsvinna og mjög krefjandi. 

Stefán Stefánsson, 5.2.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Valdimar Guðmundur Þórarinsson

Veistu vinur ég er sjálfur að vinna svona vinnu og það er hamrað á því að binda niður með keðjum helst ekki að nota strappana.

en mér finnst að allir atvinnubílstjórar eigi að hljóta viðurkenningu bara fyrir það eitt að geta verið í umferðinni.

Valdimar Guðmundur Þórarinsson, 6.2.2008 kl. 04:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband